Jaðrakan, tjaldur og nokkrir krakkar


Ferðafélaginn fór í fuglaskoðun með Ferðafélagi barnanna í Grafarvoginum í dag og eignaðist fullt af nýjum félögum bæði fiðruðum og ófiðriðum. Í fjörunni voru fuglarnir jaðrakan og tjaldur, í trjánum sungu auðnutittlingar og lóan sprangaði um á túni.

Ef þú varst með í ferðinni endilega sendu okkur mynd eða ljóð eða eitthvað sem minnir á þessa skemmtilegu ferð á netfangið komduut@gmail.com. Fimm heppnir fá bókina Komdu út að launum.Ferðafélaginn þakkar Landsbanka Íslands fyrir veittan umhverfisstyrk,Seðlabanka Íslands fyrir veittan menningarstyrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals og Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar fyrir veittan styrk.  

 

 

 © 2017 Ferðafélaginn