top of page

Ítarleg pödduleit


Viðamikil pödduleit verður gerð í Elliðarárdalnum á morgun á vegum Ferðafélags barnanna. Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt. Leitinni stýrir skordýrasérfræðingur frá Háskóla Íslands. Takið með ílát og stækkunargler.

Takið myndir af skordýrunum sem þið finnið eða teiknið af þeim myndir og sendið til okkar á komduut@gmail.com.

Þáttaka er ókeypis og lagt er af stað frá gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal klukkan 17.00.


bottom of page