Þú getur litað snjóinn í öllum regnbogans litum með því að nota matarlit. Finndu gamla brúsa, til dæmis utan af sjampói eða tómatsósu og skolaðu þá vel. Fylltu þá með vatni ásamt nokkrum dropum af matarlit. Lokaðu brúsanum vel og hristu hann aðeins til að blanda litinn. Næst ferðu í snjógallann og út að mála snjóinn með því að sprauta á hann matarlit úr brúsunum.
Það er hægt að mála myndir beint á snjóinn, eða skreyta snjóhús og aðra snjóskúlptúra. Ekki gleyma að taka myndir af listaverkinu og senda til okkar á netfangið ferdafelaginn@gmail.com.
Þrátt fyrir að risastór snjóterta sé girnileg á að líta þá má ekki borða hana.