Komdu út!

Langar þig út en veist ekki alveg hvað þú

átt að gera þar?  Viltu fylgjast með fuglum?

Rannsaka pöddur? Leita að tröllum? Eða breytast

í drulluskrímsli? Þá er þetta bókin fyrir þig!

Komdu út! geymir fjölda skemmtilegra

hugmynda að því sem hægt er að gera úti

í náttúrunni, hvort sem þú ert niðri í fjöru,

uppi á fjalli eða bara úti í garði

.

Brynhildur Björnsdóttir og Kristín Eva

Þórhallsdóttir hafa langa reynslu af gerð

vinsæls barnaefnis fyrir útvarp og sjónvarp.

Ferðafélaginn þakkar Landsbanka Íslands fyrir veittan umhverfisstyrk,Seðlabanka Íslands fyrir veittan menningarstyrk tengdan nafni Jóhannesar Nordals og Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar fyrir veittan styrk.  

 

 

 © 2017 Ferðafélaginn