Notaðu eigin orku
May 05, 2017
Vissirðu að þú getur breytt heiminum bara með því að labba? Ef allir mundu labba í stað þess að fara í bíl þá mundi draga verulega úr mengun. Næst þegar þú vilt láta skutla þér eitthvert í bíl hugsaðu hvort þú getir ekki frekar labbað eða hjólað, eða jafnvel tekið strætó. Hver veit nema þú sjáir eitthvað eða uppgötvar eitthvað spennandi á leiðinni. Ef þú labbar í rigningunni geturðu hoppað í pollum og ef þú labbar í snjó geturðu grafið göng, farið í snjókast og búið til snjóhús.
Elskaðu umhverfið eins og sjálfa/n þig.
April 15, 2017
Hvernig heldurðu að þér liði ef þú burstaðir aldrei tennur, hættir að sofa og borðaðir bara plast og rusl? Frekar illa, ekki satt? Og þú mundir ekki lifa mjög lengi. Það sama á við um jörðina okkar, henni líður ekki vel ef við göngum illa um hana. Á þessari síðu finnirðu ýmis ráð um hvað þú getur gert til að halda jörðinni og umhverfinu hreinu svo hún haldi áfram að vera gjöful og falleg.