top of page

Fimm leiðir til að skemmta sér konunglega í rigningu

Updated: Jul 21, 2020


Hoppað í pollum
Hversu hátt nærðu að láta vatnsdropana skoppa?

1 - Í pollum skemmti ég mér ... tra la la la.

Það er alltaf gaman að hoppa í pollum og sjá hversu hátt vatnsdroparnir skoppa. Kannski finnst vatnsdropunum líka gaman að hoppa? Sjáðu í hvaða átt þeir skoppa og hvort þeir fari allir í sömu átt?


2 - Drulluskrímsli

Best er að búa til drulluskrímsli eftir miklar rigningar þegar moldin er orðin að góðri drullu. Til að breytast í drulluskrímsli þarf að fyrst velta sér vel upp úr blautri drullunni þar til líkaminn er þakinn drullu og velta sér svo strax upp úr laufahrúgu. Með því að stinga trjágreinum upp í ermarnar og láta þær standa framúr ermunum verður drulluskrímslið ennþá skrímslalegra.


3 - Ormabjörgun

Ánamaðkarnir fara á stjá í rigningunni og enda upp á miðri gangstétt. Hjálpaðu þeim að komast aftur í moldina áður en einhver stígur á þá eða sólin kemur upp og steikir þá.


4 - Útitónleikar

Farðu út með potta, pönnur og dollur út í rigninguna. Regndroparnir tromma á pottana um leið og þeir falla og úr verður góður regntaktur. Prófaðu að koma dollunum og pottunum fyrir á mismunandii stöðum til að búa til þína eigin regntónlist.


5 - Kvikmyndagerð

Notaðu snjallsímann til að taka myndband í Slow-motion af regndropunum. Prófaðu að henda steinum í polla og taka myndband af vatnsdropunum þegar þeir skoppa frá steininum.
Comments


bottom of page