Lærðu að byggja snjóhús eða snjóvirki skref fyrir skref. Skoraðu svo á vini þín í snjókast eða bjóddu upp á heitt kakó í snjóhúsinu.
TÆKI OG TÓL
Harðir plastkassar til að móta snjóinn (jafnstórir)
Matarolía í úðabrúsa (non-stick cooking spray)
Skófla
Málband eða tommustokkur
Vettlingar
SNJÓKUBBAR
1. Húðaðu plastkassann að innan með matarolíu.
2. Fylltu kassana af snjó.
3. Ef snjórinn er blautur reyndu þá að koma eins miklum snjó fyrir í kassana og þú getur með því að þjappa snjóinn niður með höndunum, skóflu eða fótunum.
4. Ef snjórinn er púðurkenndur þá fyllirðu kassana af snjó, þjappar snjónum niður og hellir svo smá vatni yfir. Leyfðu vatninu að frjósa áður en þú losar snjóinn úr kassanum. Þú gætir þurft að bíða yfir nótt og þessvegna er gott að hafa nokkra kassa.
5.Snúðu kassanum á hvolf og lyftu honum upp, þannig að eftir situr fallegur snjókubbur. Nú er hægt að byrja að byggja snjóhúsið.
AÐFERÐ
1. Notaðu málband eða tommustokk til að mæla hvar hornin eiga að vera. Ágætt lengd á milli hornanna er 3 til 4 metrar.
2. Grafðu lítinn skurð á milli hornanna.
3. Raðaðu fyrstu snjókubbunum í beinni línu á milli hornanna, en ekki gleyma skilja eftir pláss fyrir dyrum.
4. Reyndu að raða snjókubbunum þannig að þeir eru allir jafnir að ofan. Þá verður snjóhúsið sterkara og hrynur síður.
5. Raðaðu annari röð af snjókubbum ofan á. Og svo annari ofan á það og svo annari þar til það er orðið eins hátt og þú vilt hafa það. Reyndu að raða kubbunum eins jafnt og þú getur.
6. Ef þetta á að vera snjóvirki þá er er það tilbúið. En ef þú vilt hafa þak þá geturðu notað trjágreinar sem þak, eða teppi.
Þú getur byggt tvö virki gegnt hvort öðru og skorað á vini þína í snjókast á milli virkjanna. Þú getur jafnvel búið til eigin fána til að skreyta með.
Finndu stóran skafl og grafðu í hann holu eða göng.
Náðu meistaragráðu í snjóhúsasmíði með því að æfa þig.
Gerðu fullt af litlum snjóhúsum og settu kerti inn í þau, eða alla bangsana þína.
Kisum finnst líka gaman að leika sér í snjóhúsum.